Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 13. maí 2021 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Maður hefur upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og tapa
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tóku á móti HK á Origo vellinum í kvöld þegar þriðja umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Eftir mikinn baráttu leik voru það Valsmenn sem náðu að tryggja sér sigurinn í leiknum með marki frá Almari Ormarssyni.

„Mjög ánægður með að vinna leikinn og vinna alla þrjá punktana. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði HK, við erum búnir að vera í smá basli með þá sérstaklega hérna á hlíðarenda bæði í fyrra og í Lengjubikarnum. Gott lið með góðan þjálfara og eins og ég segi erfiður leikur að spila en sem betur fer tókum við öll stigin," sagði Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Valsmanna, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

Þetta virtist lengi vel ætla vera einn af þessum dögum sem ekkert myndi ganga fyrir Valsmenn en þá kom virkilega sætt sigurmark í lokin fyrir Valsmenn.

„Maður hefur bæði sem leikmaður og þjálfari upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og líka tapa og þetta sýnir bara enn og aftur að gefumst aldrei upp og eigum alltaf að halda áfram og þá færðu hlutina svolítið með þér."

„Dagskipan var að halda okkar prinsip og mæta þeim í baráttu um seinni boltana sem þeir eru mjög sterkir í og verjast vel fyrirgjöfum og gátum gert miklu betur í báðum mörkum, við vitum það sjálfir og reynum bara að bæta okkur fyrir næsta leik."

Það er stutt á milli leikja og Valsmenn fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn gegn KR.

„Það er bara stórleikur framundan og ekki mikill tími á milli leikja en við keppnismenn viljum spila þessa leiki. Ég man að Guardiola var að tala um að ár verði 400 dagar og það væri ekki slæmt að vera kannski með 40 klukkutíma sólarhring til að fá tíma til að undirbúa og hvíla en þetta reynir bæði á okkur þjálfara að nota tímann og undirbúa liðið vel og líka bara hugarfar leikmanna að hugsa vel um sig og vera klárir á mánudaginn."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir