Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 13. maí 2021 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Maður hefur upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og tapa
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tóku á móti HK á Origo vellinum í kvöld þegar þriðja umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Eftir mikinn baráttu leik voru það Valsmenn sem náðu að tryggja sér sigurinn í leiknum með marki frá Almari Ormarssyni.

„Mjög ánægður með að vinna leikinn og vinna alla þrjá punktana. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði HK, við erum búnir að vera í smá basli með þá sérstaklega hérna á hlíðarenda bæði í fyrra og í Lengjubikarnum. Gott lið með góðan þjálfara og eins og ég segi erfiður leikur að spila en sem betur fer tókum við öll stigin," sagði Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Valsmanna, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

Þetta virtist lengi vel ætla vera einn af þessum dögum sem ekkert myndi ganga fyrir Valsmenn en þá kom virkilega sætt sigurmark í lokin fyrir Valsmenn.

„Maður hefur bæði sem leikmaður og þjálfari upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og líka tapa og þetta sýnir bara enn og aftur að gefumst aldrei upp og eigum alltaf að halda áfram og þá færðu hlutina svolítið með þér."

„Dagskipan var að halda okkar prinsip og mæta þeim í baráttu um seinni boltana sem þeir eru mjög sterkir í og verjast vel fyrirgjöfum og gátum gert miklu betur í báðum mörkum, við vitum það sjálfir og reynum bara að bæta okkur fyrir næsta leik."

Það er stutt á milli leikja og Valsmenn fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn gegn KR.

„Það er bara stórleikur framundan og ekki mikill tími á milli leikja en við keppnismenn viljum spila þessa leiki. Ég man að Guardiola var að tala um að ár verði 400 dagar og það væri ekki slæmt að vera kannski með 40 klukkutíma sólarhring til að fá tíma til að undirbúa og hvíla en þetta reynir bæði á okkur þjálfara að nota tímann og undirbúa liðið vel og líka bara hugarfar leikmanna að hugsa vel um sig og vera klárir á mánudaginn."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner