fös 13. maí 2022 19:00
Victor Pálsson
Skilur ekkert í kvörtunum Arteta - „Ef eitthvað er þá átti hann ekki sitt besta kvöld"
Mynd: Getty Images

Jamie Redknapp, sparkspekingur Sky Sports, botnar ekkert í Mikel Arteta og því sem hann sagði í gær eftir leik Arsenal við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.


Arteta var hundfúll eftir leikinn í gær þar sem Tottenham fékk vítaspyrnu og Rob Holding rautt spjald þegar 33 mínútur voru liðnar af leiknum.

Atvikin þóttu nokkuð umdeild að margra mati en Arteta sagði eftir leik að hann ætti yfir höfði sér sex mánaða leikbann ef hann myndi tjá sína skoðun.

Redknapp er alls ekki sammála því að dómarinn hafi gert mistök að þessu sinni og telur að um rétta dóma hafi verið að ræða í bæði skiptin.

Arteta heimtaði einnig útskýringar frá dómaratríóinu og kallaði það 'synd' að leikurinn hafi verið eyðilagður.

„Ég bara skil ekki hvað hann er að meina í þessu viðtali. Ef þú hugsar um ákvarðanirnar og það sem Holding gerir, hann átti að fá spjald fyrr og átti að fara af velli. Ég skil ekki hvað hann er að kvarta yfir," sagði Redknapp.

„Með vítaspyrnuna þá ætti hann að spyrja hægri bakvörðinn sinn hvað hann sé að gera. Hann gefur dómaranum ástæðu til að taka ákvörðun, þetta var léleg ákvörðun hjá honum."

„Að mínu mati þá dæmdi dómarinn rétt í stóru atvikunum, ef eitthvað er þá átti Arteta ekki sitt besta kvöld. Hann hefur gert mjög vel undanfarið og við höfum hrósað spilamennsku Arsenal. Hann þurfti að bregðast við fljótt og gerði það ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner