Samúel Jón Samúelsson, tónlistarmaður og stuðningsmaður íslenska landsliðsins var kátur þegar blaðamaður Fótbolta.net rakst á hann á hóteli í St Etienne.
Hann var þá mættur ásamt felögum sínum til að sjá leik Íslands gegn Portúgal sem fram fer annað kvöld.
Hann var nýmættur til St Etienne þegar við spjölluðum við hann.
Hann var þá mættur ásamt felögum sínum til að sjá leik Íslands gegn Portúgal sem fram fer annað kvöld.
Hann var nýmættur til St Etienne þegar við spjölluðum við hann.
„Þetta er búið að vera helvíti gott, við vorum að detta inn fyrir klukkutíma síðan. Við erum loksins komnir og ætlum að kíkja á Ítalía - Belgía í bænum."
Hann segir það mikilvægt að kíkja í bæinn í kvöld svo hann geti séð hvar er best að fagna sigri Íslands eftir leik.
„Við verðum að tékka á þessu, til að vita hvar er best að vera á morgun til að fagna sigrinum. Við stefnum á að vera downtown á morgun til að halda upp á þetta."
Samúel samdi lagið Áfram Ísland, í tilefni keppninnar og stefnir á að syngja það eftir leik.
„Ég veit ekki alveg hvernig það verður en við syngjum það örugglega í sigurvímunni, sagði Sammi"
SMELLTU HÉR til að hlusta á lagið hans Samma
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir






















