Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. júní 2022 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Frakkar töpuðu og í hættu á að falla - Kasakstan nálgast umspil
Frakkar eru búnir að vera í þvílíku basli í Þjóðadeildinni
Frakkar eru búnir að vera í þvílíku basli í Þjóðadeildinni
Mynd: EPA
Luka Modric gerði sigurmark Króata
Luka Modric gerði sigurmark Króata
Mynd: EPA
Kasakstan hefur spilað feykivel í C-deildinni
Kasakstan hefur spilað feykivel í C-deildinni
Mynd: Getty Images
Franska landsliðið er enn án sigurs í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrir Króatíu, 1-0,

Luka Modric skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 5. mínútu leiksins og eru Króatar nú í öðru sæti riðilsins með 7 stig.

Frakkar eru hins vegar án sigurs á botninum með 2 stig þegar liðið á tvo leiki eftir. Liðið á mikilli hættu á að falla niður í B-deildina en Austurríki er í 3. sætinu með 4 stig.

Danmörk vann Austurríki á meðan 2-0 með mörkum frá Jonas Wind og Andreas Olsen í fyrri hálfleik. Danir eru á toppnum með 9 stig.

Kasakstan er þá skrefi nær því að tryggja sér sæti í umspili fyrir Evrópumótið eftir 2-1 sigur á Slóvakíu. Kasakstan er í efsta sæti riðils 3 með 10 stig og getur liðið tryggt sig í umspilið með einum sigri í viðbót.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild:

Danmörk 2 - 0 Austurríki
1-0 Jonas Wind ('21 )
2-0 Andreas Olsen ('37 )

Frakkland 0 - 1 Króatía
0-1 Luka Modric ('5 , víti)

C-deild:

Kasakstan 2 - 1 Slóvakía
1-0 Yan Vorogovskiy ('18 )
2-0 Elkhan Astanov ('39 )
2-1 Matus Bero ('51 )
Rautt spjald: Ondrej Duda, Slovakia ('87)

Azerbaijdsan 2 - 0 Hvíta Rússland
1-0 Mahir Emreli ('76 )
2-0 Ramil Sheydaev ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner