Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 18:11
Ívan Guðjón Baldursson
Aleix García kominn til Leverkusen (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen eru búnir að staðfesta kaup á spænska miðjumanninum Aleix García, sem kemur úr röðum Girona fyrir um 20 milljónir evra.

Í Þýskalandi opnar félagaskiptaglugginn 1. júlí og þá mun leikmaðurinn ganga til liðs við sitt nýja félag.

García er 26 ára gamall og var meðal annars eftirsóttur af Barcelona og West Ham en valdi að lokum að ganga til liðs við Xabi Alonso hjá Leverkusen.

Hann verður annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Leverkusen 1. júlí, eftir að félagið gekk frá kaupum á varnarmanninum efnilega Jeanuël Belocian.


Athugasemdir
banner
banner
banner