Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   fim 13. júní 2024 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Víkings og Fylkis: Níu breytingar frá deildarleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. tekur á móti Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld og hafa byrjunarlið beggja liða verið kynnt.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Þetta er annar leikur liðanna á Víkingsvelli í röð, en liðin mættust í Bestu deildinni fyrir ellefu dögum og hafa ekkert spilað síðan vegna landsleikjahlés.

Víkingur hafði þá betur 5-2 og gerir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fimm breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja.

Peter Oliver Ekroth, Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson koma inn í byrjunarliðið á meðan menn á borð við Valdimar Þór Ingimundarson, Nikolaj Hansen og Ara Sigurpálsson setjast á bekkinn.

Rúnar Páll Sigmundsson gerir fjórar breytingar á liði Árbæinga sem steinlá fyrir ellefu dögum. Axel Máni Guðbjörnsson, Emil Ásmundsson og Birkir Eyþórsson koma allir inn í byrjunarliðið ásamt Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni.

Byrjunarlið Víkings:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (M)
4. Peter Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson (F)

Byrjunarlið Fylkis:
1. Ólafur Kristófer Helgason (M)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (F)
9. Matthias Præst Nielsen
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner
banner