Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hiroki Ito til Bayern (Staðfest)
Mynd: FC Bayern
Japanski landsliðsmaðurinn Hiroki Ito er genginn í raðir Bayern Munchen en félagið virkjaði riftunarákvæði í samningi Ito við Stuttgart og því gat Stuttgart ekki hafnað tilboðinu. Hann skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2028.

Ákvæðið er talið nema um 27 milljónum punda og vonast stjórnendur Bayern til að Ito muni leysa vandamálin í varnarleik félagsins. Bæjarar glímdu við gríðarlega mikil meiðslavandræði í varnarlínunni á síðustu leiktíð, en Ito getur bæði leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Ito er miðvörður að upplagi og spilaði í þriggja manna varnarlínu Stuttgart á nýliðinni leiktíð. Hann stóð sig frábærlega á seinni hluta tímabils en Ito er 25 ára gamall og á 19 landsleiki.

Bayern er einnig að reyna krækja í Jonathan Tah, 28 ára miðvörð Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins. Bayern er einnig orðað við Joe Gomez hjá Liverpool. Það þykir líklegt að Matthijs de Ligt sé á förum frá félaginu og mögulega Dayot Upamecano einnig.

Athugasemdir
banner
banner