Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Morata: Verð ekki áfram hjá Atleti ef ég fæ ekki að spila
Mynd: EPA
Alvaro Morata, landsliðsfyrirli Spánar, segir að hann verði ekki áfram leikmaður Atletico Madrid ef hann kemst að því að hann verði ekki reglulega í byrjunarliðinu á komandi tímabili.

Morata, sem er 31 árs, var aðalframherji Atleti á síðasta tímabili og skoraði 21 mark í öllum keppnum. Hann undirbýr sig núna fyrir EM í Þýskalandi með spænska hópnum.

„Ég sé hvað er í fjölmiðlum og stjórnarmenn vita hvað ég er að tala um, svo ég segi það skýrt," sagði Morata við El Larguero.

„Ég hef ekki rætt við neinn, en ef ég sé að Atleti vill átta framherja þá fæ ég þá tilfinningu að ég sé ekki í forgangi hjá félaginu."

„Ég er 31 árs, verð 32 ára í október, svo ég get ekki verið áfram hjá Atletico Madrid ef ég er ekki að spila,"
sagði Morata.
Athugasemdir
banner
banner
banner