Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter upp í annað sætið eftir endurkomusigur
Ashley Young skoraði.
Ashley Young skoraði.
Mynd: Getty Images
Inter 3 - 1 Torino
0-1 Andrea Belotti ('17 )
1-1 Ashley Young ('48 )
2-1 Diego Godin ('51 )
3-1 Lautaro Martinez ('61 )

Inter kom til baka á heimavelli er liðið mætti Torino á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni.

Andrea Belotti kom Torino yfir á 17. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir gestina. Hún var hins vegar ekki lengi þannig eftir að seinni hálfleikurinn hófst því Ashley nokkur Young jafnaði á 48. mínútu. Miðvörðurinn Diego Godin kom Inter svo í 2-1 stuttu síðar.

Lautaro Martinez, sem eftirsóttur er af Barcelona, gekk svo frá leiknum eftir rúman klukkutíma. Alexis Sanchez átti tvær stoðsendingar fyrir Inter.

Lokatölur 3-1 fyrir Inter sem fer upp í annað sætið með þessum sigri. Þeir eru átta stigum á eftir Juventus og sex leikir eftir. Torino er í 16. sætinu.

Sveinn Aron byrjaði í sigri
Sóknarmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Spezia og spilaði allan leikinn í góðum útisigri gegn Livorno í B-deildinni á Ítalíu. Spezia er í þriðja sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Hinn 22 ára gamli Sveinn Aron hefur á þessu tímabili skorað tvö deildarmörk í 12 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner