Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 13. júlí 2020 22:18
Magnús Þór Jónsson
Rúnar: Þarf að fá menn til að gera réttu hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristins þjálfari KR gat verið glaður með leik sinna manna og úrslit í kvöld þegar þeir lögðu Blika 3-1

"Ég er glaður, algerlega. Við byrjuðum af miklum krafti, gáfum Blikum lítinn tíma á boltann.  Pressuðum þá og gerðum þeim lífið leitt."

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Breiðablik

KR fékk langa pásu og það var allt annað að sjá frammistöðuna heldur en gegn Víkingi.  Nýtti hann tímann til að leggjast yfir þennan leik?

"Nei.  Fyrstu þrjá dagana gáfum við frí og strákarnir fóru í sveitina og nutu þess að vera í fríi.  Svo tókum við fjórar æfingar og höfum undirbúið okkur undir þennan leik síðustu tvo daga.

Við vitum alveg hvað við viljum gera og hvernig við viljum spila.  Það eru engar stórar breytingar þar, það þarf að fá menn til að gera réttu hlutina og verjast taktískt gegn sterku Blikaliði."

KR voru mun sterkari í fyrri hálfleik en fóru 2-1 inn í hléið. Blikar komu svo sterkir inn í síðari hálfleikinn.

"Við áttum auðvitað von á því að Blikar kæmu sterkir, við hefðum viljað vera 3 eða 4-0 yfir í hálfleik og við fengum færin til þess.  Spurning hvort Stefán átti að fá víti og svo skaut hann framhjá í dauðafæri.  2-1 er engin forysta - sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Breiðablik og sérstaklega fyrstu 10 til 12 mínúturnar þá sóttu þeir á okkur en svo náðum við að halda betur í boltann og létum þá hlaupa."

Frammistaða eins og í kvöld hlýtur að skýra þá mynd að KR ætlar sér toppsætið í ár eins og svo oft áður og nú á leið í leik við topplið deildarinnar, Fylki. 

"Algerlega.  Við viljum vera í toppsætunum fyrir lokaleikina til að eiga sénsinn á að vinna dolluna og erum á þeirri leið.  Við erum ánægðir með stigasöfnunina og vonandi verða fleiri svona frammistöður.  Í næsta leikverður dregin upp allt önnur mynd, aðrir andstæðingar."

Finnur Tómas kom inn í dag og breiddin eykst.

"Finnur á möguleika að koma inn í næsta leik ef hann sleppur inn og Alex Freyr er alveg að detta í form.  Arnþór Ingi var settur á bekkinn, reyndar með smávægileg meiðsl og Óskar hvíldi í dag.  Þessir strákar munu hjálpa okkur fullt í sumar.  Við munum þurfa á því að halda í sumar að geta svissað og hvílt menn."

Nánar er rætt við Rúnar í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner