Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. júlí 2021 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Jafnaði Hafnarfjarðarslaginn í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 1 Haukar
1-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('38)
1-1 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('92)

FH tók á móti Haukum í Hafnarfjarðarslag í Lengjudeild kvenna í kvöld.

FH stjórnaði leiknum í fyrri hálfleik og tók verðskuldaða forystu þegar Elín Björg Norðfjörð skoraði í autt mark eftir mistök hjá Emily Armstrong sem átti annars stórgóðan leik í marki Hauka.

Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri og meira jafnræði með liðunum. Haukar gerðu margar skiptingar en fengu ekki færi. Ekki fyrr en í uppbótartíma.

Harpa Karen Antonsdóttir sendi þá aukaspyrnu inn á teiginn og datt boltinn fyrir Hildi Karítas Gunnarsdóttur fyrirliða Hauka sem kláraði með marki.

Það munaði svo ekki miklu að Haukar myndu stela sigrinum skömmu síðar en boltinn endaði framhjá markinu. Lokatölur 1-1 eftir dramatískt jöfnunarmark.

FH ætlar aftur upp í Pepsi Max-deildina og er í öðru sæti sem stendur, með 20 stig eftir 10 umferðir. Haukar er um miðja deild með 12 stig.

Sjá textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner