Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hrósar Shaw: Fólk heldur að ég kunni ekki við hann
Luke Shaw og Mourinho.
Luke Shaw og Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og Luke Shaw hafa eldað grátt silfur upp á síðkastið.

Mourinho er fyrrum stjóri Shaw hjá Manchester United, en Mourinho var óhræddur að skjóta á Shaw opinberlega þegar hann var að þjálfa hann.

Mourinho náði ekki því besta út úr vinstri bakverðinum, en Ole Gunnar Solskjær hefur gefið leikmanninum meira traust.

Portúgalski knattspyrnustjórinn hefur starfað sem sérfræðingur í kringum Evrópumótið og hann hefur ekki hikað við að gagnrýna Shaw.

Hann ákvað hins vegar líka að hrósa bakverðinum í gær. Shaw átti mjög gott Evrópumót.

„Þar sem fólk heldur að ég kunni ekki við Luke Shaw, þá verð ég að segja að hann átti stórkostlegt mót, var frábær í úrslitaleiknum og hann gerði engin varnarmistök. Hann bætti sig með hverjum leik og var mjög góður," sagði Mourinho.

Shaw átti afmæli í gær, hann er 26 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner