Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Olympiakos krækir í landsliðsmarkvörð Tékka (Staðfest)
Mynd: Olympiakos
Olympiakos er búið að krækja í markvörðinn Tomas Vaclik.

Vaclik er landsliðsmarkvörður Tékklands og varði mark Tékka á EM í sumar.

Hann kemur á frjálsri sölu frá Sevilla þar sem hann var varamarkvörður í fyrra eftir að hafa verið aðalamarkvörður fyrstu tvö tímabilin sín í Andalúsíu.

Vaclik kemur inn í hópinn hjá Olympiakos þar sem Jose Sa er á förum til Wolves. Vaclik er 32 ára gamall og er uppalinn hjá Vitkovice.

Fyrir hjá Olympiakos er Ögmundur Kristinsson sem var varamarkvörður fyrir Sa í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner