þri 13. júlí 2021 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir hvers vegna Amad og Bailly fá að fara á ÓL
Amad
Amad
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn Manchester United munu taka þátt í Ólympíuleikunum fyrir hönd Fílabeinsstrandarinnar. Það eru þeir Eric Bailly og Amad.

Þeir verða með landsliðshópnum næstu vikurnar en Ólympíuleikarnir hefjast eftir tæpar tvær vikur. Enska úrvalsdeildin hefst eftir tæpan mánuð og mun tvíeykið missa af upphafi mótsins.

Takmörk eru fyrir fjölda leikmanna sem eru eldri en 24 ára og er Bailly einn af þeim leikmönnum hjá Fílabeinsströndinni. Amad er nítján ára gamall.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, útskýrir hvers vegna hann gaf grænt á að leikmennirnir spiluðu fyrir hönd þjóðar sinnar í Tókýó.

„Ég held að allir, þegar þeir eru að alast upp, horfa á Ólýmpíuleikana og sjá einstaklinga eins og Usain Bolt eða Ryan Giggs. Ég sá Giggs spila fyrir Bretland á leikunum. Þegar kallið kemur frá landsliðinu þá finnst mér ég ekki geta staðið í veg fyrir að uppfylla þá drauma að taka þátt í ÓL," sagði Solskjær.

„Auðvitað er Eric Bailly eldri en þeir geta séð hvað hann gefur liðinu og hafa valið hann. Amad er ungur og spennandi. Það verður gott að sjá þá spila. Þetta verður undirbúningstímabilið þeirra en þeir verða að koma heim með medalíu!" sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner