
Það er hrikalega gaman að spila fyrir helling af Akureyringum og hvað það á venjulegum degi - fimmtudegi og fólk á að vera í vinnunni.

Ég er ekki að grínast, um leið og hann hitti boltann - leið eins og þetta væri mínúta sem boltinn var á leiðinni - vissi ég að boltinn væri á leiðinni beint í skeytin. Þetta var geðveikt mark
„Vá maður, sjónarhornið frá myndavélinni er held ég besta sjónarhornið á vellinum og ég stóð beint fyrir framan hana."
„Ég er ekki að grínast, um leið og hann hitti boltann - leið eins og þetta væri mínúta sem boltinn var á leiðinni - vissi ég að boltinn væri á leiðinni beint í skeytin. Þetta var geðveikt mark."
Sagði Hrannar Björn Steingrímsson um mark bróður síns sem kom KA yfir á móti Connah's Quay í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
„Ég er ekki að grínast, um leið og hann hitti boltann - leið eins og þetta væri mínúta sem boltinn var á leiðinni - vissi ég að boltinn væri á leiðinni beint í skeytin. Þetta var geðveikt mark."
Sagði Hrannar Björn Steingrímsson um mark bróður síns sem kom KA yfir á móti Connah's Quay í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Connah's Quay Nomads
Er þetta eitt af betri mörkum Grímsa?
„Já, líka bara í þessum leik, fyrsti Evrópuleikur KA í einhver 20 ár. Við vorum meira og minna með boltann í leiknum og mér fannst pínu stress megnið af fyrri hálfleik. Það var því sérstaklega gott að sjá hann inni og extra sætt að Grímsi hafi skorað."
„Þetta var ógeðslega gaman. Síðustu daga er mér búið að líða eins og við séum að fara spila einhvern venjulegan leik, mér fannst það pínu skrítið og var pínu hræddur við það að fá ekki fiðringinn sem maður á kannski að fá fyrir fyrsta Evrópuleikinn. En svo sagði ég við Grímsa inni í klefa að ég væri að farinn að finna fiðringinn."
„Þetta byggðist upp fyrir leikinn og maður vissi af fullum rútum frá Akureyri. Það er hrikalega gaman að spila fyrir helling af Akureyringum og hvað það á venjulegum degi - fimmtudegi og fólk á að vera í vinnunni. En það voru allir mættir og bara ógeðslega gaman."
„Við vorum að keyra inn í Úlfarsárdalinn fyrir leik og sjáum KA fána inni í einhverjum garði. Ég veit ekkert hver á heima þarna en það byggðist upp mikil stemning og manni leið eins og á heimavelli. Það er bara næst að spila (svona leik) fyrir norðan."
„Að spila svona leik er einhvern veginn stærra. En mig langar bara að fara lengra, spila á móti einhverjum stórum liðum og fyrir framan 10-20 þúsund manns. Við erum bara rétt að byrja í þessu einvígi, bara hálfleikur og við ætlum að vinna úti í næstu viku."
„Við viljum spila fleiri stærri leiki, þetta er miklu skemmtilegra heldur en leikirnir í deildinn - með fullri virðingu - en maður spilar þá talsvert oftar og það fer í vana. Maður er í þessu fyrir þetta, ógeðslega gaman."
Hrannar talaði meira um leikinn og andstæðingana í viðtalinu, talar um leikformið, mikilvæga vörslu Jajalo í fyrri hálfleik, dómgæsluna, seinna mark KA, komu Alex Freys Elíssonar og ýmislegt fleira.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir