Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   lau 13. júlí 2024 12:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Duff getur ekki beðið eftir að sjá hinn heillandi Heimi að störfum
Mynd: Getty Images

Írinn Damien Duff, fyrrum leikmaður Newcastle, Chelsea og Fulham er mjög spenntur fyrir Heimi Hallgrímssyni sem var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands á dögunum.


Heimir var kynntur á fréttamannafundi á fimmtudaginn og í kjölfarið fór hann á leik Shelbourne og St Joseph’s frá Gíbraltar í Sambandsdeildinni.

Duff er stjóri Shelbourne sem vann leikinn naumlega 2-1. Hann var spurður að því hvort hann hafi hitt Heimi eftir leikinn.

„Nei en ég myndi gjarnan vilja það. Hann er heillandi, ég fékk ekki nægan tíma til að greina hann á fimmtudaginn en ég held að hann sé frábær ráðning. Hvers vegna? Þú verður bara að horfa á EM 2016 og HM 2018, það sem hann gerði með íslenska landsliðið var stórkostlegt," sagði Duff.

„Ég man eftir leiknum gegn Argentínu. Argentína klikkaði á vítaspyrnu svo þeir voru mjög skipulagðir. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað hann gerir. Mér finnst þetta mjög heillandi."


Athugasemdir
banner
banner
banner