Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 13. júlí 2024 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ipswich að fá markvörð frá Burnley
Mynd: EPA

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að liðið tryggði sér sigur í Championship deildinni á síðustu leiktíð.


Félagið hefur verið að styrkja sig fyrir átökin en fjórir leikmenn hafa þegar gengið til liðs við félagið í sumar.

Fimmti leikmaðurinn er á leiðinni en það er Arijanet Muric markvörður Burnley.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð sem er um 10 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla landsliðsmann Kósóvó.

Muric var aðalmarkvörður Burnley á síðustu leiktíð þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni eftir aðeins eins árs dvöl. Hann missti sætið sitt til James Trafford en fékk sætið aftur í mars og lét það ekki af hendi.


Athugasemdir
banner
banner