Dalvík/Reynir 0 - 0 Njarðvík
Lestu um leikinn
Dalvík/Reynir fékk Njarðvík í heimsókn í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu.
Dalvík/Reynir hefur reyndar ekki unnið síðan í fyrstu umferð og sat á botninum fyrir leikinn í dag. Njarðvík hefur tapað tveimur leikjum í röð og er sjö stigum á eftir toppliði Fjölnis.
Heimamenn voru sprækari í fyrri hálfleik en ekkert mark hafði litið dagsins ljós þegar flautað var til loka fyrri hálfleiksins.
Liðin skiptust á að sækja í seinni hálfleik en Oumar Diouck leikmaður Njarðvíkur fékk líklega besta færið þegar hann komst einn á móti Franko Lalic í marki Dalvíkur en Lalic sá við honum.
Ekkert mark kom í seinni svo markalaust jafntefli var niðurstaðan. Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Njarðvík nær ekki í sigur en Dalvík/Reynir nældi í stig eftir fjóra tapleiki í röð.