Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 11:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Taremi orðinn leikmaður Inter (Staðfest)
Mynd: Inter

Mehdi Taremi hefur skrifað formlega undir samning við Inter en Fabrizio Romano greindi frá því í febrúar að þessi 31 árs gamli framherji væri á leið til félagsins.


Íranski landsliðsmaðurinn kemur til félagsins frá Porto en hann skrifar undir þriggja ára samning.

Taremi kom til Evrópu árið 2019 þegar hann samdi við portúgalska liðið Rio Ave. Hann lék þar í eitt ár áður en hann samdi við Porto. Þar lék hann 182 leiki og skoraði 91 mark.

„Þetta er eins og draumur, þetta er besta augnablik á mínum ferli. Ég vissi af því, það er mjög gaman," sagði Taremi en hann er fyrsti leikmaðurinn frá Íran sem spilar fyrir Inter.


Athugasemdir
banner
banner