Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 13. september 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Guðni um Laugardalsvöll: Kemur vonandi í ljós fljótlega
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni seldist upp á leik Íslands og Kosóvó á nokkrum mínútum líkt og fyrir alla heimaleiki Íslands undanfarin ár. KSÍ vill stækka Laugardalsvöll en Reykjavíkurborg, aðaleigandi vallarins, og ríkið þurfa einnig að koma að uppbyggingu á vellinum. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að það fari loksins að draga til tíðinda varðandi uppbyggingu vallarins.

„Málin standa ágætlega. Við erum búin að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum og vinna góða greiningarvinnu á því hvaða valkostir eru í stöðunni," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Ég vil vera bjartsýnn á að þetta geti allt saman gengið eftir. Ákvörðunin er ekki okkar ein. Við erum að vinna í þessu örugglega og ég vona að hægt sé að fara yfir málið og kynna það áður en langt um líður og þá vonandi með góða niðurstöðu í farteskinu. Við erum að vona að þetta komi fljótlega í ljós."

Guðni hafði áður sagt að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll í ágúst. Svo varð þó ekki.

„Ég er svo bjartsýnn. Við þurfum að gefa þessum aðilum sem eru að skoða málið ákveðið svigrúm. Fyrir vikið tafðist þetta umfram það sem maður var að vonast til en maður þarf að sýna skilning á því. Við erum að tala um einhverjar vikur. Hvort það verði ein eða tíu vikur veit ég ekki en ég held að það verði ekki langt í þetta verði kynnt almennilega hvað við erum að hugsa í þessum efnum."

Guðni segir að ekki sé verið að skoða annan stað fyrir þjóðarleikvang heldur en í Laugardalnum. „Það er ekkert annað í kortunum. Við einblínum á það," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni.

Sjá einnig:
Draumur Guðna að fá þak yfir völlinn - Gervigras ekki á dagskrá
Úttekt: Laugardalsvöllur og mýtan um uppselda leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner