Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 13. september 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
Guðni um Laugardalsvöll: Kemur vonandi í ljós fljótlega
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni seldist upp á leik Íslands og Kosóvó á nokkrum mínútum líkt og fyrir alla heimaleiki Íslands undanfarin ár. KSÍ vill stækka Laugardalsvöll en Reykjavíkurborg, aðaleigandi vallarins, og ríkið þurfa einnig að koma að uppbyggingu á vellinum. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að það fari loksins að draga til tíðinda varðandi uppbyggingu vallarins.

„Málin standa ágætlega. Við erum búin að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum og vinna góða greiningarvinnu á því hvaða valkostir eru í stöðunni," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

„Ég vil vera bjartsýnn á að þetta geti allt saman gengið eftir. Ákvörðunin er ekki okkar ein. Við erum að vinna í þessu örugglega og ég vona að hægt sé að fara yfir málið og kynna það áður en langt um líður og þá vonandi með góða niðurstöðu í farteskinu. Við erum að vona að þetta komi fljótlega í ljós."

Guðni hafði áður sagt að hann vonaðist til að hægt yrði að kynna hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll í ágúst. Svo varð þó ekki.

„Ég er svo bjartsýnn. Við þurfum að gefa þessum aðilum sem eru að skoða málið ákveðið svigrúm. Fyrir vikið tafðist þetta umfram það sem maður var að vonast til en maður þarf að sýna skilning á því. Við erum að tala um einhverjar vikur. Hvort það verði ein eða tíu vikur veit ég ekki en ég held að það verði ekki langt í þetta verði kynnt almennilega hvað við erum að hugsa í þessum efnum."

Guðni segir að ekki sé verið að skoða annan stað fyrir þjóðarleikvang heldur en í Laugardalnum. „Það er ekkert annað í kortunum. Við einblínum á það," sagði Guðni.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni.

Sjá einnig:
Draumur Guðna að fá þak yfir völlinn - Gervigras ekki á dagskrá
Úttekt: Laugardalsvöllur og mýtan um uppselda leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner