Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. september 2020 16:17
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Mögnuð endurkoma Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska ofurdeildin er farin af stað og eru aðeins tvær viðureignir eftir í fyrstu umferð tímabilsins.

Í dag fóru nokkrir leikir fram þar sem Lyngby gerði markalaust jafntefli við Álaborg. Frederik Schram sat á bekk Lyngby á meðan hinn 37 ára gamli Thomas Mikkelsen stóð á milli stanganna og varði öll fimm skotin sem hæfðu rammann.

Bröndby tók á móti Nordsjælland í stórleik og var Hjörtur Hermannsson í byrjunarliði heimamanna.

Gestirnir komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þar sem báðar marktilraunirnar rötuðu í netið. Spilin breyttust þó í síðari hálfleik þegar heimamenn skiptu um gír og minnkuðu muninn strax í upphafi.

Anthony Jung klúðraði vítaspyrnu á 71. mínútu en Lasse Vigen gerði jöfnunarmark Bröndby skömmu síðar.

Staðan var jöfn 2-2 þar til undir lok uppbótartímans, þegar Sigurd Rosted gerði sigurmark Bröndby á 96. mínútu.

Bröndby 3 - 2 Nordsjælland
0-1 Diomande Mohammed ('13)
0-2 Rygaard Jensen ('39)
1-2 Simon Hedlund ('48)
1-2 Anthony Jung, misnotað víti ('71)
2-2 Lasse Vigen ('75)
3-2 Sigurd Rosted ('96)

Lyngby 0 - 0 Álaborg
Rautt spjald: T. Prica, Álaborg ('77)
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner