Rob Page hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Wales. Page hefur notið mikillar velgengni í starfi, Wales komst í 16-liða úrslit á EM alls staðar og tryggði sér sæti á HM í Katar.
Það verður í fyrsta sinn í 64 ár sem Wales tekur þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins.
Það verður í fyrsta sinn í 64 ár sem Wales tekur þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins.
Page er 48 ára og tók við velska landsliðinu í nóvember 2020, í kjölfar þess að Ryan Giggs var handtekinn og steig þá til hliðar.
Page var áður stjóri Port Vale og Northampton auk þess sem hann var aðstoðarmaður Guggs hjá velska landsliðinu.
„Það er ekki til meiri heiður en að þjálfa landslið þjóðar þinnar. Ég get ekki beðið eftir þeim áskorunum sem eru framundan. Þetta er spennandi tími fyrir velskan fótbolta," segir Page.
Athugasemdir