Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fös 13. september 2024 11:01
Elvar Geir Magnússon
Álftanes vann 5. deildina
Álftanes fékk bikar fyrir að vinna 5. deildina.
Álftanes fékk bikar fyrir að vinna 5. deildina.
Mynd: Álftanes
Álftanes og Hafnir mættust í gær í leik um sigurinn í 5. deild. Um síðustu helgi tryggðu þessi tvö lið sér sæti upp í 4. deildina á næsta tímabili og nú var leikið um bikar.

Vladyslav Kudryavtsev og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson skoruðu tvö mörk hvor í 4-0 sigri Álftaness í úrslitaleiknum.

Skallagrímur og RB falla niður úr 4. deild og munu Álftanes og Hafnir taka sæti þeirra.

Einnig var leikið um þriðja sætið í 5. deildinni í gær en þar vann Mídas 5-1 sigur gegn Smára.
Athugasemdir
banner