Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 13. október 2019 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cloe Lacasse fer mjög vel af stað með Benfica
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse hefur farið vel af stað með Benfica í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Benfica vann 7-0 útisigur á Estoril Praia í gær og skoraði Cloe eitt af mörkum liðsins.

Benfica hefur farið ótrúlega af stað í portúgölsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína, skorað 38 mörk og haldið hreinu í öllum leikjunum. Benfica vann 24-0 sigur A-dos-Francos í 1. umferðinni og hefur síðan unnið tvo síðustu leiki sína báða 7-0.

Cloe skoraði fimm mörk í 24-0 sigrinum og er hún alls komin með sex mörk í fyrstu þremur leikjunum.

Cloé, sem er 26 ára gömul, er fædd og uppalin í Kanada, en var í fimm ár á Íslandi þar sem hún spilaði með ÍBV. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt síðastliðið sumar.

Kvennalið Benfica var stofnað seint á árinu 2017. Liðið lék sér að B-deildinni á síðustu leiktíð og fer mjög vel af stað í A-deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner