Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 05:55
Victor Pálsson
Landsleikir í dag - Stórleikur í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni vinsælu í kvöld en alls eru sjö leikir á dagskrá í deildum A, C og D.

Flestir leikir hefjast klukkan 18:45 að íslenskum tíma en viðureignir Aserbaídsjan og Kýpur og Lettlands og Möltu fara af stað 16:00.

Stórleikur kvöldsins er viðureign Þýskalands og Sviss í A-deild en á sama tíma eigast við Úkraína og Spánn í sömu deild.

Frændur okkar í Færeyjum eiga heimaleik við Andorra í D-deildinni og munu leitast eftir sínum þriðja sigurleik.

Færeyjar hafa unnið Möltu og Andorra í deildinni til þessa og gerðu þá jafntefli við Lettland í síðasta leik.

Helgi Kolviðsson og hans lærisveinar í Liechtenstein eiga leik við San Marínó en fyrri leik liðanna í riðlakeppninni lauk með 2-0 sigri þess fyrrnefnda.

Fleiri leikir eru á dagskrá og má sjá þá hér fyrir neðan.

þriðjudagur, 13. október

Þjóðadeildin (A deild):
18:45 Þýskaland - Sviss (Stöð 2 Sport)
18:45 Úkraína - Spánn

Þjóðadeildin (C deild):
16:00 Aserbaídsjan - Kýpur
18:45 Svartfjallaland - Lúxemborg

Þjóðadeild (D deild):
16:00 Lettland - Malta
18:45 Færeyjar - Andorra
18:45 Liechtenstein - San Marino

Athugasemdir
banner
banner
banner