
Axel Witsel, leikmaður Borussia Dortmund og belgíska landsliðsins, ræddi við íslenska fjölmiðlamenn áður en Belgía æfði á Laugardalsvelli í kvöld.
Planið fór eitthvað í vaskinn hjá belgíska liðinu í dag og fréttamannahittingurinn hófst hálftíma eftir áætlun.
Fjölmiðlafulltrúi belgíska liðsins byrjaði á því að biðjast afsökunar á þessari seinkun áður en hægt var að demba spurningum á Witsel.
Planið fór eitthvað í vaskinn hjá belgíska liðinu í dag og fréttamannahittingurinn hófst hálftíma eftir áætlun.
Fjölmiðlafulltrúi belgíska liðsins byrjaði á því að biðjast afsökunar á þessari seinkun áður en hægt var að demba spurningum á Witsel.
Witsel segit ekki búast við auðveldum leik á morgun þrátt fyrir að marga lykilmenn vanti í íslenska hópinn, og Belgía vann öruggan 5-1 sigur þegar liðin mættust í síðasta mánuði.
„Við búumst ekki við því að þeir spili öðruvísi leikstíl á heimavelli en þeir gera á útivöllum. Þeir verða varnarsinnaðir, aggressívir og munu spila með löngum spyrnum," segir Witsel.
„Þetta gæti orðið þolinmæðisverk og við verðum að spila okkar bolta."
Witsel segir að það sé orðið þreytandi að spila án áhorfenda.
„Það er ekki gaman að vera ekki með áhorfendur, alls ekki. En við getum því miður ekkert valið. Við viljum hafa stuðningsmenn því við spilum fyrir þá," segir Witsel.
Eftir tap gegn Englandi í síðasta leik segir hann mjög mikilvægt að vinna sigur á morgun.
„Við erum einu stigi á eftir Englandi og með sigri á morgun þá verðum við í úrslitaleik gegn Englandi í lokaumferðinni. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna á morgun."
Athugasemdir