Liverpool hefur sent njósnara til að fylgjast með enska U21 árs landsliðsmanninum Jamie Gittens en þetta kemur fram í Sunday Mirror.
Gittens, sem er tvítugur vængmaður, hefur heillað með Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Englendingurinn hefur skorað fjögur og lagt upp tvö í öllum keppnum í byrjun leiktíðar.
Sunday Mirror segir að mörg félög séu að fylgjast náið með honum, en eitt þeirra er Liverpool sem hefur sent njósnara á leiki hjá Dortmund.
Flestir þekkja Gittens undir nafninu Jamie Bynoe-Gittens, en hann breytti eftirnafninu fyrir þessa leiktíð eftir að faðir hans ráðlagði honum að gera það.
„Bæði nöfnin koma frá föður mínum, en hann sagði að það væri betra ef ég yrði bara kallaður Gittens því það er styttra. Flestir þekkja hann sem Gittens, þannig í framtíðinni mun ég aðeins klæðast treyju með því nafni,“ sagði Gittens við heimasíðu Dortmund.
Athugasemdir