Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 13. október 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
Powerade
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Manchester United mun hlusta á afsláttartilboð í Harry Maguire, 31, í janúar. (Star)

Norski framherjinn Erling Haaland, 24, hefur ákveðið að framtíð hans er ekki hjá Man City en hann mun ekki ganga til liðs við PSG. (El Nacional)

Man City hefur áhuga á Diogo Costa, 25, makverði Porto en hann mun þá taka við af Ederson, 31. (Football Insider)

William Saliba, 23, er á óskalista Real Madrid en hann vill ekki yfirgefa Arsenal. (Express)

Real Madrid og Barcelona hafa áhuga á Alvaro Fernandez, 21, varnarmanni Benfica og fyrrum leikmanni Man Utd. (O Jogo)

Liverpool hefur einnig áhuga á Fernandez. (AS)

Chelsea, Tottenham og Liverpool sendu njósnara til að fylgjast með Jamie Gittens vængmanni Dortmund undanfarnar vikur. (Bild)

Kobbie Mainoo, 19, er í viðræðum um nýjan samning en ekkert samþykki er í höfn. (Fabrizio Romano)

Samu Omorodion, 20, segir að Guð nafi verið ástæða þess að félagaskipti hans frá Atletico til Chelsea hafi ekki gengið upp. (Metro)

Everton, Fulham og Leeeds hafa áhuga á Joyskim Dawa, 28, miðverði Steaua Bucharest en hann er með söluákvæði í samningi sínum upp á um 4 milljónir punda. (Mirror)

Bayern hefur ekki áhuga á Alisson, 32, markverði Liverpool þrátt fyrir efasemdir um framtíð Manuel Neuer. (ESPN)

Reece James, 24, bakvörður Chelsea er að skoða það að ganga til liðs við Barcelona eða Benfica. (Football Transfers)

Sunderland er að vinna í að fá Jordan Henderson, 34, aftur til liðs við félagið frá Ajax í janúar. (Football Insider)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner