Litlar sigurlíkur

Það styttist í leik Íslands og Frakklands í undankeppni HM. Leikurinn verður flautaður á klukkan 18:45 á Laugardalsvelli. Frakkland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og Ísland er með þrjú stig eftir heimasigur gegn Aserbaísjan.
Líkur á íslenskum sigri eru ekki taldar miklar. Samkvæmt veðbankanum Epicbet eru Frakkar mun, mun líklegri, en þó talsvert minna á milli liðanna en metið var fyrir leik liðanna í París í síðasta mánuði.
Líkur á íslenskum sigri eru ekki taldar miklar. Samkvæmt veðbankanum Epicbet eru Frakkar mun, mun líklegri, en þó talsvert minna á milli liðanna en metið var fyrir leik liðanna í París í síðasta mánuði.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Frakkland
Stuðullinn á sigur Frakklands er 1,32, stuðullinn á íslenskan sigur er 9,55. Stuðullinn á annað hvort íslenskan sigur eða jafntefli er 3,51.
Það er talið nokkuð líklegt að bæði lið skori í leiknum, stuðullinn á því er 2,02.
Það eru tveir metnir líklegastir til þess að skora í kvöld, en báðir eru þeir Frakkar. Hugo Ekitike, framherji Liverpool, er annar þeirra og Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er hinn. Það er talið líklegra að Mateta byrji leikinn en Ekitike. Stuðullinn á því að þeir skori er 2.
Albert Guðmundsson er talinn líklegastur til að skora af íslensku leikmönnunum, stuðullinn á því hjá Epicbet er 4.
Athugasemdir