Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 13. nóvember 2019 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Abraham í sjö vikna bann fyrir að hrinda þjálfara Freiburg
Þýska knattspyrnusambandið hefur dæmt David Abraham, fyrirliða Frankfurt, í sjö vikna bann fyrir að hrinda Christian Streich, þjálfara Freiburg, um helgina.

Freiburg var 1-0 yfir gegn Freiburg þegar langt var liðið fram yfir venjulegan leiktíma.

Boltinn fór úr leik og kom Abraham askvaðandi til að ná í hann en Streich sagði eitthvað við fyrirliðann og brást hann þannig við með því að skella honum í jörðina með öxlinni.

Það sauð upp úr og var Abraham rekinn af velli en hann hefur nú verið dæmdur í sjö vikna bann af þýska knattspyrnusambandinu og Abraham því kominn í vetrarfrí og mun ekki spila fyrr en á næsta ári.

Vincenzo Grifo, leikmaður Freiburg, hefur einnig fengið þriggja leikja bann með hjálp VAR en hann ætlaði að hefna fyrir Streich. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner