Miðjumaðurinn Alex Song hefur óvænt samið við Arta Solar 7 sem spilar í úrvalsdeildinni í Djibouti í Afríku. Djibouti er í 185. sæti á heimslista FIFA og fótboltinn er ekki hátt skrifaður þar í landi.
Song hefur verið án félags síðan Sion í Sviss rak hann úr sínum herbúðum í ágúst.
Song hefur verið án félags síðan Sion í Sviss rak hann úr sínum herbúðum í ágúst.
Þessi 33 ára gamli Kamerúni spilaði lengi með Arsenal og Barcelona áður en ferill hans fór hratt niður á við.
Song skrifaði undir tveggja ára samning hjá Arta Solar 7 en hann mun spila með liðinu og stýra unglingastarfi þess.
„Þetta er tækifæri til að kynna fótboltann í Djibouti," sagði Song en hann mun leika í treyju númer 17 hjá Arta Solar 7.
Athugasemdir