Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
De Gea þarf að samþykkja launalækkun
David de Gea
David de Gea
Mynd: EPA
Spænski markvörðurinn David De Gea þarf að samþykkja launalækkun hjá Manchester United ef hann vill eiga tækifæri á því að vera áfram hjá félaginu, en þetta kemur fram í Daily Star.

De Gea, sem er 32 ára gamall, hefur verið á mála hjá United frá 2011 er hann kom frá Atlético Madríd.

Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar en hann hefur verið í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Hann þénar 375 þúsund pund á viku hjá United en samkvæmt Daily Star hefur félagið farið fram á að hann taki á sig 275 þúsund punda launalækkun ef hann ætlar að eiga möguleika á að vera áfram.

Framtíð De Gea er óljós. Erik ten Hag, stjóri United, er sagður ætla að fá annan markvörð á næsta ári, en De Gea, sem er ekki lengur í myndinni hjá spænska landsliðinu, gæti leitað aftur heim til Spánar ef samningaviðræðurnar ganga ekki upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner