David Coote, dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið mikið á milli tannana á fólki síðustu daga eftir að upptaka birtist af honum þar sem hann talaði illa um Liverpool og Jurgen Klopp.
Össur Skarphéðinsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, er á meðal þeirra sem blandar sér í umræðuna en hann tjáði sig í ummælakerfinu við frétt á Fótbolta.net í gær.
Össur Skarphéðinsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, er á meðal þeirra sem blandar sér í umræðuna en hann tjáði sig í ummælakerfinu við frétt á Fótbolta.net í gær.
„Skíthæll - if there ever was one," skrifar Össur, sem er stuðningsmaður Norwich, við frétt þar sem fjallað er um að Coote muni mögulega aldrei aftur dæma í ensku úrvalsdeildinni.
Hann bendir svo jafnframt á grein frá Guardian þar sem Paul MacInnes skrifar um málið.
„Grein eftir virtan fótboltaspeking í Guardian segir allt sem segja þarf um Coote," skrifar Össur en MacInnes skrifar um það í grein sinni að Coote hafi gert sig að algjöru fífli. Hann hafi brugðist sjálfum sér, dómarastéttinni og fótboltanum í heild. Fólk muni nú vantreysta dómarastéttinni enn frekar.
Athugasemdir