Sveindís Jane Jónsdóttir skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún skoraði fernu í Meistaradeildinni í vikunni.
Hún varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora fernu í Meistaradeild kvenna eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Hún varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora fernu í Meistaradeild kvenna eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Sveindís kom inn á 66. mínútu þegar staðan var 2-1 fyrir Wolfsburg gegn Roma og var búin að skora tveimur mínútum síðar. Hún skoraði svo aftur á 85. og 89. mínútu og innsiglaði fernuna í uppbótartíma.
Skýr skilaboð til þjálfarans en Sveindís hefur ekki verið sátt við hlutverk sitt að undanförnu.
Með sigrinum tryggði Wolfsburg sér annað sæti riðilsins og fylgir Lyon í 8-liða úrslit keppninnar.
4 – VfL Wolfsburg's Sveindís Jónsdóttir scored four goals as a substitute in yesterday's 6-1 win against Roma in the UEFA Women's Champions League, becoming the first ever player to score more than three goals as a sub in the competition’s history (since 2009-10). Unique. pic.twitter.com/YOM1UdxzUt
— OptaFranz (@OptaFranz) December 13, 2024
Athugasemdir