Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. janúar 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Henderson leikmaður ársins hjá enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og þriðji fyrirliði Englands eftir Harry Kane og Gary Cahill, hefur verið valinn sem leikmaður ársins hjá enska landsliðinu.

Hinn 29 ára gamli Henderson lék lykilhlutverk á miðju enska landsliðsins sem rúllaði upp undanriðlinum sínum fyrir EM og endaði í þriðja sæti í Þjóðadeildinni.

Hann spilaði sjö keppnisleiki fyrir landsliðið í fyrra án þess þó að skora mark. Honum gekk mjög vel með Liverpool þar sem hann lék lykilhlutverk er lærisveinar Jürgen Klopp unnu Meistaradeildina og rétt misstu af toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Henderson og liðsfélagar hans í enska landsliðinu stefna á að vinna EM næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner