Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 14. janúar 2020 13:54
Elvar Geir Magnússon
Raiola vill taka Rashford undir sinn væng
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola hafi rætt við Marcus Rashford og vilji fá sóknarmanninn undir sinn væng.

Rashford er hjá umboðsskrifstofu sem tveir bræður hans reka.

Þessi 22 ára leikmaður hefur verið á miklu flugi með Manchester United.

Ekki er langt síðan Raiola gerði samkomulag við liðsfélaga Rashford, Jesse Lingard.

Hjá Manchester United er Raiola ekki mjög vinsæll en hann hefur átt í stormasömu sambandi við félagið. Raiola hefur verið miðpunkturinn í nokkrum af stærstu kaupum félagsins, þar á meðal kaupunum á Paul Pogba.

Rashford skrifaði nýlega undir samning við United til 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner