Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. janúar 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Setien sá eini sem hafði betur gegn Valverde á Nývangi
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde var í gær rekinn úr þjálfarastól Barcelona og Quique Setien, fyrrum stjóri Real Betis, ráðinn í hans stað.

Þessi þjálfaraskipti hafa vakið mikla athygli enda hefur Setien aldrei unnið bikar á rétt tæpum 20 ára þjálfaraferli.

Valverde gerði vel með Barcelona en þó ekki nógu vel að mati stjórnarinnar. Gengi liðsins á heimavelli var ótrúlegt og tapaði Barca aðeins einum leik af 69 í deild, Meistaradeild og bikar á Nývangi undir stjórn Valverde.

Eina tapið var gegn Real Betis í nóvember 2018, þegar Setien var enn við stjórnvölinn. Betis vann leikinn 3-4 með mörkum frá Junior Firpo, Joaquin, Giovani Lo Celso og Sergio Canales.

Setien er því eini þjálfari heims sem hefur unnið Valverde á Nývangi í stórri keppni.
Athugasemdir
banner
banner