Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 14. janúar 2021 06:00
Aksentije Milisic
Torfi Geir í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torfi Geir Halldórsson er mættur til Breiðabliks og hefur samið við félagið til næstu þriggja ára.

Torfi er 17 ára og kemur frá Val en hann er unglingalandsliðsmarkvörður sem var á m.a. á reynslu hjá FCK árið 2019.

Breiðablik greindi frá þessu í gær og hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá félaginu.

„Torfi Geir Halldórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Torfi Geir kemur til Breiðabliks frá Val en hann varð 17 ára í janúar. Torfi Geir er hávaxinn markvörður og er sterkur á milli stanganna.

Torfi Geir hefur þegar leikið einn U17 landsleik fyrir Íslands hönd. Þá hefur hann farið á reynslu til FC Midtjylland í Danmörku þar sem hann stóð sig vel.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega markverði halda áfram að þróa sinn leik. Við bjóðum Torfa Geir hjartanlega velkominn til Breiðabliks."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner