Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Diego León stóðst læknisskoðun - Kemur til Man Utd næsta sumar
Mynd: Cerro Porteño
Paragvæski vinstri bakvörðurinn Diego León stóðst læknisskoðun hjá Manchester United í dag.

Núna mun hann skrifa undir forsamning við félagið og halda aftur til heimalandsins. Þar mun hann leika með uppeldisfélaginu sínu Cerro Porteno þar til í sumar þegar búist er við að hann muni flytja til Manchester.

León er 17 ára gamall og má ekki ganga til liðs við Rauðu djöflana fyrr en eftir átjanda afmælisdaginn, sem er í apríl.

Man Utd er talið greiða á milli 5 og 7 milljónir punda til að kaupa bakvörðinn efnilega.
Athugasemdir
banner
banner
banner