Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Karólína Lea skoraði gegn Villarreal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Villarreal 1 - 5 Bayer Leverkusen
0-1 Kristin Kogel ('13)
0-2 Caroline Kehrer ('16)
0-3 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('57)
0-4 Delice Boboy ('66)
1-4 Markaskorara vantar
1-5 Menglu Shen ('72)

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók þátt í stórsigri Bayer Leverkusen gegn Villarreal er liðin mættust í æfingaleik í morgun.

Leverkusen leiddi með tveimur mörkum eftir fyrri hálfleik þökk sé mörkum frá Kristin Kogel og Caroline Kehrer.

Karólína Lea bætti þriðja marki Leverkusen við í síðari hálfleik, áður en Delice Boboy og Menglu Shen innsigluðu 5-1 sigur.

Þýska kvennadeildin er í vetrarfríi sem stendur og fer aftur af stað í lok janúar. Leverkusen er búið að sigra fimm deildarleiki í röð og aðeins þremur stigum frá toppsæti deildarinnar.

Leverkusen er í harðri toppbaráttu ásamt tveimur öðrum Íslendingaliðum FC Bayern og Wolfsburg, auk Eintracht Frankfurt.
Athugasemdir
banner
banner