Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund tapaði óvænt í Kiel
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Holstein Kiel 4 - 2 Dortmund
1-0 Shuto Machino ('27)
2-0 Phil Harres ('32)
3-0 Alexander Bernhardsson ('45+4)
3-1 Giovanni Reyna ('71)
3-2 Jamie Bynoe-Gittens ('77)
4-2 Jann-Fiete Arp ('98)
Rautt spjald:

Holstein Kiel tók á móti Borussia Dortmund í fyrsta leik kvöldsins í þýska boltanum og úr varð svakaleg skemmtun, þar sem heimamenn komu á óvart og tóku forystuna í fyrri hálfleik.

Kiel vann boltann hátt uppi á vellinum og skoraði japanski sóknarleikmaðurinn Shuto Machino gott mark til að taka forystuna. Það liðu aðeins fimm mínútur þar til Kiel komst upp í skyndisókn og tvöfaldaði forystuna með skallamarki frá Phil Harres eftir góða fyrirgjöf frá Lasse Rosenboom.

Dortmund lagði allt í sóknarleikinn eftir þetta en var refsað þegar Kiel komst upp í aðra skyndisókn og bætti þriðja markinu við leikinn. Í þetta sinn var Alexander Bernhardsson á ferðinni og staðan var því orðin 3-0 fyrir heimamenn í Kiel í leikhlé.

Nuri Sahin gerði tvöfalda skiptingu í leikhlé og aftur á 59. mínútu sem skilaði sér með marki á 71. mínútu. Þar gaf Waldemar Anton einfalda sendingu á Giovanni Reyna sem skoraði með skoti utan teigs en þeir höfðu báðir komið inn af bekknum nokkru áður.

Sex mínútum síðar minnkaði Jamie Gittens muninn niður í eitt mark með stórkostlegu skoti eftir sendingu frá Maximilian Beier og varð lokakafli leiksins gríðarlega spennandi.

Lewis Holtby, fyrrum leikmaður Tottenham, Fulham og Blackburn, kom inn af bekknum á lokakaflanum og fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á 86. mínútu.

Tíu leikmenn Kiel héldu út langan uppbótartíma og innsigluðu glæsilegan sigur með marki eftir skyndisókn á 98. mínútu þar sem Jann-Fiete Arp skoraði frá miðju í autt markið hjá Dortmund. Lokatölur urðu því 4-2 fyrir Kiel.

Þetta er annar tapleikur Dortmund í röð í deildinni og er liðið óvænt í níunda sæti, með 25 stig eftir 17 umferðir.

Þetta er aðeins þriðji sigur nýliða Kiel á deildartímabilinu og sitja þeir í næstneðsta sæti þýsku deildarinnar með 11 stig - þremur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner