Miðjumaðurinn Martin Zubimendi er samkvæmt Daily Mail að ganga í raðir Arsenal.
Fram kemur þar að Zubimendi muni ganga í raðir Arsenal næsta sumar en það sé svo gott sem frágengið.
Fram kemur þar að Zubimendi muni ganga í raðir Arsenal næsta sumar en það sé svo gott sem frágengið.
Zubimendi var sterklega orðaður við Liverpool síðasta sumar en valdi þá að vera áfram hjá Real Sociedad.
En núna virðist hann vera á leið í enska boltann, til Arsenal, Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur verið í sambandi við Zubimendi í meira en ár. Arteta er eins og Zubimendi uppalinn í San Sebastián á Spáni.
Arsenal kemur til með að borga 60 milljón evra riftunarverð í samningi Zubiendi hjá Sociedad.
Athugasemdir