Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. febrúar 2020 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már skoraði í sex marka jafntefli
Elías Már og Mendes Moreira.
Elías Már og Mendes Moreira.
Mynd: Getty Images
Sara Björk yfirgefur Wolfsburg eftir tímabilið.
Sara Björk yfirgefur Wolfsburg eftir tímabilið.
Mynd: Mirko Kappes
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior og skoraði í 3-3 jafntefli gegn Jong AZ í hollensku B-deildinni.

Excelsior var á heimavelli og gat styrkt stöðu sína í umspilsbaráttunni til muna með sigri, en tókst ekki.

Gestirnir komust í tveggja marka forystu en Rai Vloet minnkaði muninn áður en Elías Már gerði jöfnunarmarkið á 75. mínútu.

Varamaðurinn Ahmad Mendes Moreira virtist hafa fullkomnað endurkomu heimamanna með þriðja markinu en gestirnir náðu að jafna og urðu lokatölur 3-3.

Excelsior er í umspilssæti eftir jafnteflið, þó aðeins naumlega.

Excelsior 3 - 3 Jong AZ
0-1 J. Church ('34)
0-2 R. Margaret ('51)
1-2 Rai Vloet ('53)
2-2 Elías Már Ómarsson ('75)
3-2 Ahmad Mendes Moreira ('80)
3-3 F. Correia ('82)

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem yfirgefur Wolfsburg eftir tímabilið, var ekki í leikmannahópinum í toppslagnum gegn Hoffenheim í kvöld. Wolfsburg vann leikinn örugglega og er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar, með 40 stig eftir 14 umferðir. Hoffenheim er í öðru sæti.

Anna Björk Kristjánsdóttir var þá ekki í liði PSV Eindhoven sem rúllaði yfir sameinað lið Excelsior og Barendrecht í hollensku deildinni. PSV trónir á toppinum með tíu stiga forystu á Ajax, sem á tvo leiki til góða.

Kristófer Ingi Kristinsson var heldur ekki með er Grenoble sigraði Niort í frönsku B-deildinni. Grenoble er um miðja deild, sex stigum frá umspilssæti.

Þá var Kolbeinn Finnsson ekki í varaliði Dortmund sem lenti 3-0 undir gegn varaliði Dusseldorf en kom til baka og náði í jafntefli.

Hoffenheim 2 - 5 Wolfsburg

Excelsior/Barendrecht 1 - 5 PSV

Grenoble 3 - 1 Niort

Dusseldorf II 3 - 3 Dortmund II

Athugasemdir
banner
banner