Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 14. febrúar 2021 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingar í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn er Bröndby rúllaði yfir Lyngby í efstu deild danska boltans.

Bröndby vann þægilegan 0-4 sigur og var Frederik Schram á bekknum hjá Lyngby.

Hjörtur og félagar eru á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 16 umferðir.

Lyngby 0 - 4 Bröndby
0-1 K. Mensah ('27)
0-2 J. Lindström ('31)
0-3 S. Hedlund ('58)
0-4 A. Pavlovic ('73)

Í dönsku B-deildinni voru markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson í byrjunarliði Silkeborg sem vann góðan 2-0 sigur á Hvidovre.

Silkeborg er í þriðja sæti, sjö stigum eftir toppliði Viborg.

Emil Hallfreðsson kom þá ekki við sögu er Padova vann fjórða deildarleikinn í röð og er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku C-deildarinnar.

Emil hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Padova en hann getur ekki spilað alla leiki þar sem leikjaplanið er gríðarlega þétt.

Silkeborg 2 - 0 Hvidovre
1-0 Nicklas Helenius ('51)
2-0 Nicklas Helenius ('54)

Legnano Salus 0 - 2 Padova

Að lokum kom Aron Sigurðarson við sögu er St. Gilloise lagði varalið Club Brugge í belgísku B-deildinni.

St. Gilloise trónir á toppinum þar og er svo gott sem búið að tryggja sér titilinn.

Aron er ekki með sæti í byrjunarliðinu og er mikið að koma inn af bekknum. Hann hefur í heildina skorað 6 mörk í 18 deildarleikjum með liðinu.

St. Gilloise 3 - 1 Club Brugge U23
Athugasemdir
banner