Rangers mun fagna sigri í skosku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið hefur verið ótrúlegt á leiktíðinni.
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, er í dag stjóri Rangers og hefur hann náð mögnuðum árangri með liðið.
Rangers vann Kilmarnock með einu marki gegn engu í gær og er með 79 stig í efsta sæti skosku deildarinnar.
Liðið er 21 stigi á undan Celtic sem er í öðru sæti en hefur þó leikið tvo fleiri leiki eða 29 gegn 27.
Það eru þó engar líkur á að Celtic nái toppliðinu en Rangers hefur enn ekki tapað leik og aðeins gert fjögur jafntefli.
Eina mark Rangers í gær skoraði Ryan Jack í gær og var það nóg til að tryggja stigin þrjú.
Athugasemdir