Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   þri 14. febrúar 2023 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Tók ákvörðunina á fyrsta fundi - „Tekur alla áhættu út úr þessu fyrir þá"
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri í leik með ÍBV síðasta sumar.
Andri í leik með ÍBV síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Valur fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð," segir Andri Rúnar Bjarnason, nýjasti leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Andri lék með ÍBV í fyrra en rifti samningi sínum eftir tímabilið. Hann er 32 ára sóknarmaður sem skoraði 10 mörk í 25 leikjum fyrir Eyjamenn á síðasta tímabili.

„Ákvörðunin að fara frá ÍBV var mjög erfið en eitthvað sem þurfti að gerast út af fjölskyldunni. Hún verður að ganga fyrir. Ég er ánægður með þann skilningin sem þeir í Eyjum sýndu mér. Við enduðum þetta á góðum nótum."

„Það voru vonbrigði kannski fyrir mig að hafa ekki náð að komast í betra stand og náð upp betri takti í leikinn minn, en ég horfi til baka og sé tíu mörk í 21 leik. Það er mjög fínt í liði sem var að ströggla fyrri helming mótsins. Ég held að ég geti verið þokkalega sáttur með það," sagði Andri.

Verið að einbeita sér að líkamlega þættinum
Eftir að síðasta tímabili lauk þá hefur Andri verið að vinna í því að koma sér í gott líkamlegt stand fyrir næsta sumar.

„Ég fór í læknisskoðun og hlaupapróf hjá Val. Ég er á töluvert betri stað núna en á sama tíma í fyrra," segir Andri og bætir við:

„Við förum rólega í fótboltaæfingarnar og tökum það skref fyrir skref. Ég er meira búinn að vera í styrk, sprengju og þannig. Þoltölurnar þurfa að koma upp líka. Það kemur allt um leið og maður byrjar."

Ákvað mig á fundinum
Andri segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur. Hann ræddi fyrst við Val síðasta föstudag og tók fund á laugardaginn.

„Ég ákvað mig á fundinum þar með þeim að þetta væri eitthvað sem ég væri mjög klár í. Þetta var mjög góður fundur og það er gott að þeir séu tilbúnir að hjálpa mér að komast almennilega af stað," segir Andri.

„Við ætlum að vinna þetta upp þannig að ég verði alveg klár þegar tímabilið byrjar. Það er það sem skiptir mestu máli í þessu."

Andri var þolinmóður í ákvörðunartöku sinni. „Það voru alveg þónokkur félög sem höfðu samband, en ég var búinn að ákveða fyrirfram að ég ætlaði ekki að taka ákvörðun fyrr en ég væri sáttur með það hvar ég stæði líkamlega, þegar ég væri tilbúinn að fara á æfingar."

„Ég fór ekki í neinar viðræður því ég vildi það ekki, ég vildi einbeita mér að sjálfum mér. Þegar ég var tilbúinn að fara á æfingar þá gerðist þetta mjög fljótt."

Ætlar að berjast um titla
Andri sagði í viðtali fyrir helgi að hann væri ekki að hugsa um launatölur, hann vildi berjast um titla hér á Íslandi.

„Það var bara það sem ég ætlaði, ég ætlaði að fara í eitthvað lið sem ætlaði að berjast um eitthvað. Ég fór inn á fund með þeim með opinn huga. Það tók mjög stuttan tíma inn á þessum fundi að sjá að þetta væri rétti staðurinn," segir Andri en samningurinn er sagður þannig að hann fái greitt eftir því hvernig hann spilar.

„Þetta er samningur sem ætti að vera mjög hagstæður þeim. Mig langar bara að komast í þannig stand að ég verð eins og ég á að vera inn á fótboltavellinum. Þá mun ég skila mörkum, sigrum og svona. Það verða allir glaðir ef það gengur vel, og þá fær maður betur borgað. Maður þarf að vinna fyrir því og ég er mjög spenntur fyrir því. Það tekur alla áhættu út úr þessu fyrir þá. Ég er mjög ánægður að vera með eitthvað fyrir framan mig sem ýtir svolítið á eftir manni," sagði Andri að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner