Mikel Arteta, stjóri Arsenal, útilokar það ekki að sækja leikmann á frjálsri sölu til að takast á við meiðslakrísuna sem er núna í gangi hjá félaginu.
Bukayo Saka, Gabriel Jesus, Gabriel Martinelli og Kai Havertz eru allir meiddir. Sá síðastnefndi er frá út tímabilið.
Bukayo Saka, Gabriel Jesus, Gabriel Martinelli og Kai Havertz eru allir meiddir. Sá síðastnefndi er frá út tímabilið.
Eini möguleiki Arsenal til að styrkja hópinn núna er að fá leikmann á frjálsri sölu þar sem leikmannaglugginn er lokaður. Arteta var spurður út í þann möguleika á fréttamannafundi í dag.
„Ég skoða allt og tek ákvörðun út frá því," sagði Arteta við fréttamenn í dag.
Það eru nokkrir áhugaverðir leikmenn án félags og má þar til dæmis nefna Carlos Vela og Lucas Perez, sem spiluðu áður fyrr fyrir Arsenal.
Athugasemdir