Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skrokkurinn á Akanji fékk nóg
Mynd: EPA
Manuel Akanji, varnarmaður Manchester City, verður frá næstu 8-10 vikurnar vegna vöðvameiðsla. Hann þarf að fara í aðgerð. Þetta sagði Pep Guardiola, stjóri liðsins, á fréttamannafundi í dag.

Akanji þurfti að fara af velli í leik City gegn Real Madrid á þriðjudag og spilar ekki fyrr en í apríl í fyrsta lagi.

„Hann er að fara í aðgerð á morgun og verður frá í 8-10 vikur. Ég óska honu skjóts bata því það sem hann hefur lagt á sig á þessu tímabili er ótrúlegt. Hann og Nathan Ake hafa spilað í erfiðum stöðum. Það hafa verið fáir leikmenn í þeirri stöðu og skrokkurinn á honum hefur sagt að nú sé nóg komið," sagði Guardiola.

Jack Grealish fór sömuleiðis af velli gegn Real Madrid. „Meiðsli hans eru ekki jafn slæm. Ég veit ekki hvort að hann verði klár á morgun, ég held ekki, en við skoðum hann á næstu klukkutímum."

Guardiola sagði þá að Nico Gonzalez yrði skoðaður í dag upp á möguleikann á að hann spili á morgun.

City á heimaleik gegn Newcastle klukkan 15:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner