Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 14. mars 2014 14:20
Egill Ármann Kristinsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Símalausar keppnisferðir
Egill Ármann Kristinsson
Egill Ármann Kristinsson
Snjallsímarnir eru vinsælir.
Snjallsímarnir eru vinsælir.
Mynd: Draumaliðsdeildin
Leikmaður tekur símtal í leik.
Leikmaður tekur símtal í leik.
Mynd: Þráinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Twitter síða Hólmars Arnar
Frí því í haust hef ég velt því fyrir mér hversu áhrifamikil snjallsíma menningin er orðin, hvernig hún er farin að teygja sig inní íþróttirnar og draga úr frammistöðu iðkenda.

Það eru til margar rannsóknir hvernig skjár síma, fartölva, spjaldtölva og sjónvarps hafa áhrif á svefn, mat og jafnvel líkamsstöðu einstaklinga. Einstaklingur sem notar svona tæki mikið nær hugsanlega minni og lausari svefn, borðar hugsanlega óreglulega og óhollari mat og meira að segja getur notkun þessara tækja skekkt líkamsstöðu þess sem nota þau mikið og gert hana nánast afbrigðilega.

Einstaklingar í dag, fullorðnir, unglingar og börn í dag eru fyrir framan eitthvað af áðurnefndum tækjum allt uppí 5-6 tíma á dag og sumir lengur. Einstaklingur sem fer með símann eða spjaldtölvuna upp í rúm, slekkur á henni/honum eftir notkun og ætlar að fara strax að sofa getur nánast bókað að hann sefur ekki eins vel. Hann segur heldur ekki jafn lengi og eins fast og hann myndi ella gera ef hann hefði slökkt á tækinu 1-2 klst áður en lagst var á koddan.

Einstaklingur sem hangir í þessum tækjum tímunum saman á daginn er mjög líklegur til þess að temja sér verra mataræði en einstaklingur sem stillir þessa notkun í hóf. Það sem tækið gerir að það kallar á einhverja þörf fyrir fæðu sem er fljólegt að innbyrgða og fínt að nasla með. Ég ætla ekkert að taka dæmi um fæðu en við vitum það öll að þetta kallar ekki á epla bita, vínber eða aðra ávexti ekki nema hjá litlum hluta fólks. Margir missa úr máltíðir útaf nokun þessar tækja og margir sem til dæmis vinna við tölvur eru oftar en ekki með eitthvað auka skvabb sem þeir myndu gjarnan vilja losna við.

Hvað líkamsstöðuna varðar að þá er fólk í afbrigðilegum stöðum þegar það er að stunda sína tækni iðju. Algeng stað á líkama fólks í dag er t.d framhallandi höfuð, framhallandi axlir, stuttir og stífir vöðvar, veik í baki, og við erum mörg komin með hálfgerða krippu. Síðan fylgir vöðvabólga þessu öllu og íþrótta menn „togna“ í náranum og etja við tognanir aftan í læri og fleira og fleira. Svo skilur enginn neitt.

Ég og meðþjálfarar mínir ákváðum að taka á þessu vandamáli, sem símar eru, meðal unglinga. Vendipunkturinn var þegar að einstaklingur var að skoða í símanum sínum á meðan upphitun var í gangi fyrir æfingu hjá okkur. Síðan tók viðkomandi upp síman aftur um einni mínútu eftir að æfingu lauk á meðan við þjálfararnir vorum að ávarpa hópinn.

Á þeim tímapunkti var þetta komið gott. Ákveðið var að nú væru allir símar bannaðir í keppnisferðum, á æfingum og þegar hópurinn kæmi saman. Þegar þessu var slengt framan í hópinn lág við að hópurinn myndi éta okkur með spurningum sem byrjuðu allar á „af hverju“...

Þá tók við fræðslan...“AF HVERJU“ var aðal atriðið í fræðslunni. „Af hverju“ ætluðum við að banna þessi tæki þegar hópurinn er saman.

Stæstu ástæðurnar eru samskipti leikmanna, svefn, maturinn og líkamsstaðan (meiðslin).

Þetta var útskýrt vandlega fyrir hópnum og komst þá aðeins meiri sátt á þessa reglu en samt ekki 100%.

Við þjáfararnir fórum yfir það hversu mikið var orðið um notkun snjallsíma sérstaklega. Þetta var orðið þannig meira að segja sl. sumar að við vorum spurðir hvort við gætum ekki stöðvað á ákveðnum stöðum á leiðinni suður til Reykjavíkur sem er alls ekki venjan að stoppa á. Ástæðan fyrir því var sú að þar var frí Wi-Fi (internet) þar sem iðkendur gátu staðið á ákvenum punkti og skoðað snapchat, facebook, instagram og fleira í þeim dúr.

Vikunni fyrir fyrstu símalausu ferðina fóru „AF HVERJU“ spurningar að dynja á okkur aftur, sömu svörin komu við þeim spurningum og var ákveðið að reyna á þetta. Hópurinn lagði af stað suður á föstudags morgni og var áætluð heimkoma á sunnudagskveldi. Þarna erum við að tala um heldur marga klukkutíma fyrir unglinga án þess að vera í sambandi við umheiminn.

Stelpurnar voru búnar að sætta sig við að þetta var staðan og var andrúmsloftið í rútunni með besta móti. Þarna voru stelpur að spjalla saman, skemmta sér á meðan einhverjar horfðu á eina mynd sem sýnd var í rútunni. Spurningar um „af hverju megum við ekki hafa síma“ voru ekki til staðar þegar þarna var komið.

Þetta var æfingaferð og prógrammið var stíft. Það var ekki fyrr en á laugardegi að fyrsta tuðið (sem stóð í mesta lagi 5 mínútur) um símaleysið átti sér stað. Ástæða þess var sú að þegar við vorum á fundi í Kaplakrika rákust stelpurnar á Jóns Jónsson en enginn var með síma til að taka mynd af sér með honum.

Samskipti stelpnanna á milli voru ótrúleg. Einstaklingar sem eru ekki félagslega sterkustu einstaklingarnir í hópnum blómstruðu í þessari ferð. Hópurinn var þéttur og ekkert mál að koma þeim í rúmið á kvöldin og hvað þá að vekja þær. Hópurinn spilaði mjög vel þessa þrjá leiki sem við spiluðum á jafnmörgum dögum og orkan næg.

Á leiðinni heim á sunnudag komum við þjálfararnir með spurningu á hópinn þar sem við vildum fá að vita hvort þetta hafi verið eins skelfileg upplifun eins og þær bjuggust við. Svarið var „NEI“. „Eruð þið til að hafa allar ferið svona?“ svarið var játandi.

Ég gæti haldi áfram endalaust áfram.

Ég vil skora á lesendur þessa pistils að hugleiða þessa hluti og skora einnig á önnur félög að prófa þetta. Deildin sem ég starfa fyrir hjá í mínu félaga ætlar að taka þetta upp í sínum flokkum, mér finnst það mjög jákvætt.

Undiritaður er ekki undantekning þegar kemur að notkun þessar tækja, en hefur stillt sinni notkun verulega í hóf.

Ég er vel tilbúinn að ræða við þá sem vilja færðast meira um þessa ferð sem var farin og hvernig við ætlum að tækla þetta með aðra flokka hjá félaginu.

Egill Ármann Kristinsson
ÍAK Einkaþjálfari
Knattspyrnuþjálfari hjá KA
Athugasemdir
banner