Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. mars 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndbönd: Spiluðu leikina í FIFA og FM
Ricardo Pereyra jafnaði gegn Leicester.
Ricardo Pereyra jafnaði gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Flestum leikjum helgarinnar í Evrópu var frestað vegna kórónaveirunnar og því lítið að gera fyrir umsjónarmenn samfélagsmiðla hjá hinum ýmsu knattspyrnufélögum.

Þeir dóu þó ekki allir ráðalausir heldur datt nokkrum þeirra í hug að láta leikina fara fram með gervigreind.

Viðureign Watford og Leicester í ensku úrvalsdeildinni var spiluð í nýjustu útgáfu Football Manager tölvuleiksins. Þar fékk Etienne Capoue rautt spjald fyrir ljóta tveggja fóta tæklingu í fyrri hálfleik og staðan markalaus í leikhlé.

Í seinni hálfleik skoraði Marc Albrighton fyrir Leicester en Ricardo Pereyra náði að bjarga stigi fyrir tíu leikmenn Watford.

Gillingham FC nýtti sér nýjustu útgáfu FIFA til að spila við Fleetwood Town í ensku C-deildinni. Heimamenn í Gillingham hafa eitthvað fiktað við stillingarnar því lokatölur úr þeim leik urðu 16-0 fyrir Gillingham.

Á Spáni fór Leganes aðra leið fyrir leik sinn gegn Real Valladolid. Twitter aðgangur félagsins bjó til fótboltaleik og lýsti honum í beinni útsendingu. Lokatölur urðu 2-1 fyrir Leganes.

Southampton ákvað þá að skora á Norwich City í myllu en botnliðið svaraði ekki. Manchester City stökk hins vegar inn í leikinn.












Athugasemdir
banner
banner
banner